Byggingafyrirtækið Húsvirki h/f var stofnað árið 1981.  Stofnendur þess eru  Einar Einarsson, múrarameistari, Hans B. Guðmundsson, húsasmíðameistari, Gunnar Dagbjartsson, húsasmíðameistari og Stefán B. Gunnarsson, múrari.

Húsvirki hefur aðallega byggt íbúðahúsnæði  ásamt skrifstofu og verslunarhúsnæði.  Fyrirtækið hefur verið lítið á útboðsmarkaði, en byggt  mest starfsemi sína á lóðakaupum og þannig byggt í eigin reikning og selt á frjálsum markaði.    

Húsvirki var eitt af níu fyrirtækjum sem stofnuðu Víkurhverfi hf.  sem fékk úthlutað 23 ha. landi og sá það um skipulagningu svæðisins. Þar hefur Húsvirki byggt fjölbýlis-, rað og einbýlishús ca. 120 íbúðir.