Byggingafyrirtækið Húsvirki h/f var stofnað árið 1981.  Stofnendur þess eru  Einar Einarsson, múrarameistari, Hans B. Guðmundsson, húsasmíðameistari, Gunnar Dagbjartsson, húsasmíðameistari og Stefán B. Gunnarsson, múrari.

Húsvirki  hefur  aðallega byggt íbúðahúsnæði  ásamt skrifstofu og verslunarhúsnæði.  Fyrirtækið hefur verið lítið á útboðsmarkaði, en byggt  mest starfsemi sína á lóðakaupum og þannig byggt í eigin reikning og selt á frjálsum markaði.    

Húsvirki  var eitt af níu fyrirtækjum sem stofnuðu Víkurhverfi hf.  sem fékk  úthlutað 23 ha. landi og sá það um skipulagningu svæðisins.  Þar hefur Húsvirki  byggt fjölbýlis-, rað  og einbýlishús ca. 120 íbúðir. 

Annað stórverkefni var Lækjasmári 2-4-6-8 í Kópavogi, þar byggði fyrirtækið 134 íbúðir í háhýsum. Þessi háhýsi voru einangruð að utan og klædd með álklæðningu. Húsvirki hf. var eitt af fyrstu fyrirtækjum að nota slíka klæðningu við íbúðabyggingar til sölu  á frjáslum markaði.

Núverandi verkefni Húsvirkja er uppbygging Boðaþings 1-3, 6-8, 10-12, 14-16 og 18-20. Íbúðirnar standa við Hrafnistu í Kópavogi og eru hugsaðar fyrir 55 ára og eldri. Byggingu Boðaþings 6-8 og 10-12 er lokið.

Eigendaskipti urðu á fyrirtækinu á vormánuðum 2013 þegar Hermann Arason, Ingþór Óli Thorlacius og Valdimar Grímsson keyptu fyrirtækið af stofnendunum.


Starfsmenn - Skrifstofa:

Hermann Arason
Framkvæmdastjóri
Sími: 8218101
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kristín Erlendsdóttir og Hjördís E Gunnarsdóttir
Laun og bókhald
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Grímur Valdimarsson
Gjaldkeri
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Byggingarstjórar:

Ingþór Atli Thorlacius
Sími: 8217101
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.